BLÓÐ TÁKNAR LÍF

Með djörfum hugmyndum og fágaðri framsetningu trúum við að hægt sé að breyta heiminum.

 
 
 
IMG_0064.jpg
 

STOFNENDUR

 

Tvíeykið á bak við Blóð eru listrænu leiðtogarnir, Ási Már og Erna Hreins. Blóð flæddi fram á yfirborðið vegna löngun stofnenda til að hafa frelsi til þess að framkvæma verkefnin á annan hátt með framsækinni nálgun. Blóð er sjálfstæð hönnunar- og markaðsstofa sem sérhæfir sig í listrænni efnissköpun, aðgreinandi mörkun og sértækari vörumerkjaupplifun.
Líkt og blóð táknar líf, trúum við að skapandi stefnumótun og aðgreinandi vörumerkjaupplifun sé lífæð fyrirtækja.

Með stofnun Blóðs rennur reynslan að baki í eina heildstæða mynd sem nýtt er til eflingar á vörumerkjum viðskiptavina og þeirra skapandi verkefna sem Blóð fæst við. 

 
 
759A2733-2 (1).jpg
 
 

Ásgrímur Már

Í tvo áratugi hefur Ásgrímur Már Friðriksson starfað við listræna stjórnun og hönnun og hafa verkefni hans vakið athygli beggja vegna Atlantshafsins. Ásgrímur er með B.A. gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og M.S. gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Á fjölbreyttum ferli hefur Ásgrímur m.a. sinnt stöðu listræns stjórnanda hátíðarinnar Reykjavík Fashion Festival, setið í ritstjórn danska tímaritsins Cover, sinnt stefnumótun og hönnun fatamerkisins E-Label, sett á laggirnar tvenn fatamerki, ásamt því að vera forsprakki hönnunarverslunarinnar Kiosk. Ásgrímur hefur að auki leikstýrt og framleitt tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþætti og ýmis konar myndefni fyrir vörumerki á borð við Glamour, SkjáEinn, Nýtt Líf, Senu, Reykjavík Grapevine, GusGus, Nude Magazine o.m.fl. Að auki hefur Ásgrímur Már unnið að verkefna- og viðburðastjórnun fyrir Eskimo, CCP, Helly Hansen International o.fl.

 
 
759A2664 (1).jpg
 
 

Erna Hreinsdóttir

Erna Hreinsdóttir hefur lengi verið viðriðin hönnunar- og auglýsingaheiminum bæði á Íslandi og á erlendri grundu. Erna útskrifaðist með B.A. gráðu í grafískri hönnun frá University Of The Arts London árið 2006 og hefur hlotið víðtæka reynslu síðan.

Um árabil starfaði hún við útgáfu á íslenskum tímaritum og tók síðar við sem ritstjóri tímaritsins Nýtt Líf sem kom samfleytt út síðan 1978. Á árum sínum í útgáfu kom hún bæði að hönnun blaðanna og efnissköpun þeirra. Samhliða verkefnum sínum sem hönnuður og blaðamaður hefur Erna fengist við stíliseringar og listræna stjórnun á framleiddu efni fyrir ljósmyndaþætti, auglýsingar og kynningarefni fyrir tískumerki. Verk eftir Ernu hafa birst í tímaritum á borð við Elle, Marie Claire, Faces Mag, Nordic Style svo fátt eitt sé nefnt. Það var því eðlileg þróun að taka við sem markaðs- og vefstjóri íslenska fatamerkisins Geysir þegar fram liðu stundir. Á árum sínum hjá Geysi tóku við margar nýja áskoranir eins og að framleiða stóra tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur, kynna merkið erlendis og að opna vefverslun sem þjónar allri heimsbyggðinni.

 
 

 
 

Á bak við Blóð liggur margra ára reynsla OG HAFA STJÓRNENDUR UNNIÐ FYRIR FJÖLDA VÖRUMERKJA Á BORÐ VIÐ:

CCP
#ÍSLENSKFLÍK
LUMEX
ICELANDAIR
VERO MODA
TOPSHOP
NÝTT LÍF
GLAMOUR
ELLE
PIPPA
FELDBERG
KISMET.LOVE
COVER MAGAZINE
GEYSIR
REYKJAVIK FASHION FESTIVAL
ESKIMO
NOVA
SMÁRALIND
EUROVISION
SENA
KIOSK
SKJÁREINN
HELLY HANSEN
REYKJAVIK GRAPEVINE
MANNLÍF
BJÖRK
GUSGUS
NUDE MAGAZINE
RÚV
OIL OF ICELAND
TRUENORTH
SAGA FILM
E-LABEL